Chateau Pichon Longueville Comtesse de Lalande Pauillac 1985

Það var komið að lokavíninu á þessum frábæra febrúarfundi Vínklúbbsins og menn orðnir eftirvæntingarfullir, því venjan er jú að besta vínið (að mati gestgjafans) sé lokavínið.  Reyndar héldum við að Chateau Pichon Longueville Comtesse de Lalande Pauillac 2001 yrði lokavínið, a.m.k. reiknuðum við með því að að yrði erfitt að toppa það!  Gestgjafinn kom okkur þó aldeilis á óvart þegar kom í ljós að um var að ræða vín frá sama framleiðanda, bara 16 árum eldra.  1985 og 1986 voru mjög góðir í Bordeaux og þessi tiltekna flaska hafði legið nokkuð lengi í vínkæli gestgjafans.

Vín dagsins

Chateau Pichon Longueville Comtesse de Lalande Pauillac 1985  er fallega rautt á lit, með góðan þroskan.  Í nefinu finnur maður leður, tóbak, útihús, blóm, timjan, eik og krydd. Mjúk tannín, hófleg sýra og gott jafnvægi. Útihús, tóbak, leður, súkkulaði og grös í silkimjúku eftirbragðinu sem heldur sér lengi.  Frábært vín. 96 stig.

Hvað segja hinir?

Notendur Vivino gefa 4.5 stjörnur (481 umsögn)

Robert Parker gaf víninu 91 stig.

Vinir á Facebook