Þægilegur ítali

Fyrir ekki svo löngu fjallaði ég um ágætisvín frá vínhúsi Angelo Rocca & Figli úr þrúgunni Negroamaro.  Vín dagsins kemur frá sama framleiðanda en verður þó að teljast í hefðbundnari stíl, þó kannski ekki beint hefðbundnum ítölskum stíl.  Vínið er gert úr góðkunningjum okkar Cabernet Sauvignon og Merlot og kemur frá Sikiley.  Það er í sömu vörulínu og áðurnefnt negroamaro og er kennt við gullturninn – Torri d’Oro.

Torri d’Oro Cabernet Merlot 2013 er dökkkirsuberjarautt á lit og unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður leður, plómur, tobak, krydd, anís og vanillu.  Í munni eru stinn tannín, góð sýra og fínn ávöxtur. Plómur, hrat, krydd, tóbak, smá súkkulaði og kaffi í ágætu eftirbragðinu.  Góð kaup (2.398 kr). 88 stig.

Vinir á Facebook