Hefur þú prófað…

Albariño?  Albariño er hvít þrúga sem einkum er ræktuð í norðvesturhluta Spánar og norðurhérðuðm Portúgal.  Helstu héruðin eru Rias Baixas á Spáni, og Vinho Verde, Monção og Melgaço í Portúgal, en einnig er farið að rækta hana í Bandaríkjunum, m.a. í Napa, Los Carneros, Oregon og Washington.

Albariño gefur af sér vín sem hafa blómlegan ilm, með sítruskeim og vott af ferskjum og apríkósum. Vínin eru frekar sýrurík og henta því með fuglakjöti, skelfiski, fiski og grænmetisréttum.

Í hillum vínbúðanna er hægt að finna 5 vín úr Albariño-þrúgunni, flest öll rétt undir 2.500 krónum, og einnig er hægt að sérpanta 3 vín til viðbótar, þar á meðal vín dagsins, sem áður var reyndar að finna í vínbúðunum og kannski kannast einhverjir lesendur einnig við Burgan’s Albariño  sem áður voru í búðunum og voru líklega með betri hvítvínskaupum.

Vín dagsins

Vín dagsins er eins og þessi pistill gefur til kynna gert úr Albariño.  Það kemur frá framleiðanada að nafni Benito Santos og er frá Rias Baixas á Spáni.  Vínið hefur ekkert komist í snertingu við eikartunnur á sínu stutta þroskunarferli (3 mánuðir í tönkum).

Benito Santos Igreaxario de Saiar Albariño 2016 er fölgullið á lit, með suðræna angan af sítrus, ananas, ferskjum, apríkósum og grasi.  Í munni er góð sýra og fín fylling, þéttur ávöxtur með sítrónu- og apríkósukeim.  Mjög gott matarvín en kannski fullmikil sýra til að nota það til matargerðar.  Góð kaup (2.499 kr, þarf nú að sérpanta). 88 stig.

Vinir á Facebook