Áhugavert Toscanavín

Í vor fjallaði ég um vín frá hinum Ítalska Poliziano – bæði Vino Nobile og Rosso di Montepulciano. Vín dagsins er annað áhugavert vín frá þessum ágæta framleiðanda frá svæði sem nefnist Scansano, sem staðsett er í Maremma-héraði í Toscana.  Líkt og gildir um önnur vín sem flokkast sem DOC í Toscana þá er uppistaðan í víninu Sangiovese-þrúgan, sem í Scansano kallast Morellino, en þessu tiltekna víni er einnig að finna þrúgu að nafni Ciliegiolo.  Sú þrúga hefur helst verið notuð til íblöndundar við Sangiovese, en áhugi vínbænda á henni hefur heldur aukist í seinni tíð, og í Umbriu er m.a. framleitt vín þar sem Ciliegiolo er undirstaðan.

Vín dagsins

Poliziano Morellino di Scansano LohsaPoliziano Morellino di Scansano Lohsa 2016 er rúbínrautt á lit, unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður einkum rauð ber og vægan eikarkeim.  Í munni eru fínleg tannín og ágæt sýra, en ekki mikil fylling.  Rauð ber og ögn af leðri í eftirbragðinu.  Létt og þægilegt sumarvín (2.490 kr).  87 stig.

 

Vinir á Facebook