Ef þú átt leið um Fríhöfnina…

Ef þú átt leið um Fríhöfnina á næstunni þá er góð hugmynd að kippa með a.m.k. einni flösku af víni dagsins.  Vínið er framleitt af Marchese Antinori, sem ég held að megi teljast ókrýndur konungur ítalskrar víngerðar.  Fjölskylda Antinori hefur stundað víngerð frá árinu 1385 og sá sem nú stýrir víngerðinni er 26. kynslóð víngerðarmanna í fjölskyldunni.

Vín dagsins

Vín dagsins er Chianti Classico DOCG og er að mestum hluta gert úr þrúgunni Sangiovese ásamt smá viðbót (minna en 10%) af öðrum þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon.  Það var látið liggja í rúmlega 1 ár í misstórum tunnum úr ungerskri eik áður en það var sett á flöskur.

Villa Antinori riserva 2013Villa Antinori Chianti Classico Riserva DOCG 2013 er kirsuberjarautt á lit með byrjandi þroska í röndinni.  Í nefinu finnur maður kirsuber, leður, pipar, myntu, hindber og súkkulaði. Í munni eru þétt tannín, góð sýra og mikil fylling. Kirsuber, leður, vanilla, súkkualði og tóbak í flottu eftirbragðinu. Mjög góð kaup (2.799 kr í Fríhöfninni). 91 stig.

Vinir á Facebook