Gæðavín frá Toscana

Nýlega fjallaði ég um Vino Nobile di Montepulciano frá Poliziano og nú er komið að litla bróður – Rosso di Montepulciano.  Þetta vín er líkt og stóri bróðir gert úr þrúgunni Sangiovese, reyndar að viðbættu 20% Merlot.  Vínið er látið þroskast í alls 8 mánuði fyrir átöppun á flöskur – um þriðjungur er settur í tunnur úr amerískri eik (tunnurnar hafa verið notaðar einu sinni áður).

Poliziano Rosso di Montepulciano 2016 er kirsuberjarautt á lit, unglegt með sæmilega dýpt.  Í nefinu finnur maður kirsuber, lakkris, pipar og smá skógarbotn.  Í munni eru nokkuð ljúf tannín, ágæt sýra og fínt jafnvægi.  Rauð ber og lakkrís ráðandi í ágætu eftirbragðinu.  Hentar vel með ítölskum mat – kjöt, pasta, sveppir og harðir ostar.  Góð kaup (2.590 kr).

Vinir á Facebook