Gyllta glasið 2018

Keppnin um Gyllta Glasið 2018 fór fram um síðustu helgi og var þetta í 14. sinn sem keppnin er haldin, en að henni standa Vínþjónasamtök Íslands.  Verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og síðan 2012, vínin máttu koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.  Þáttakan í Gyllta glasinu í ár var mjög góð viðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 154 vín til leiks en aldrei hafa svo mörg vín tekið þátt.  Líkt og áður var dómnefndin samsett af þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum og reyndum vínáhugamönnum innan veitingageirans, og ég get sagt af eigin reynslu að svona smökkun reynir verulega á bragðlaukana, en ég gat því miður ekki tekið þátt í dómnefndarstörfum í ár.  Alls voru það um 20 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E. H. Hough, margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna, og líkt og undanfarin ár var keppnin haldin á Hilton Nordica sem styrkir keppnina af miklum myndarskap.

Alls voru 6 hvítvín og 15 rauðvín sem hlutu Gyllta glasið 2018, en tekið er mið af hlutföllum milli rauðvína og hvítvína sem send voru inn til keppninnar. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Hvítvín:                     

Arthur Metz Pinot Gris 2016

Jacobus Riesling Trocken 2016

Ribbonwood Sauvignon Blanc 2017

Villa Maria Private Bin Riesling Organic 2016

Domaine Laporte Sancerre Les Grandmontains 2016

Weingut Pfaffl Riesling Sonne 2017

Rauðvín:

Emiliana Coyam 2014

Trivento Golden Reserve Malbec 2016

Trapiche Gran Medalla Malbec 2015

Penfolds Koonunga Hill Shiraz 2016

Amalaya Tinto de Corte 2015

Torres Gran Coronas Reserva Cabernet Sauvignon 2013

di Lenardo Just Me Merlot 2015

Bodegas Cepa 21. Hito 2016

Piccini Memoro Vintage 2012

Escapades Cabernet Sauvignon Shiraz Malbec 2016

1000 Stories Zinfandel 2015

Allegro Primitivo Organic 2016

Navarrsotillo Magister Bibendi Graciano Reserva Vegan 2012

Morandé Gran Reserva Merlot 2013

Gérard Bertrand Grand Terroir Tautavel 2015

Vinir á Facebook