Léttur Shiraz

George Wyndham telst til frumkvöðla í ástralskri víngerð, en hann hóf ræktun vínviðar árið 1830.  Vínhúsið telst þó kannski ekki til þungavigtarmanna í þarlendri víngerð, þ.e.a.s. framleiðslan snýst ekki um að framleiða „bolta“ heldur frekar aðgengileg vín fyrir almenning.
George Wyndham Bin 555 Shiraz 2015 er gert úr þrúgunni Shiraz (þrúgurnar koma frá mismunandi svæðum í Ástralíu) og hefur fengið að liggja 6 mánuði á tunnum úr amerískri eik.  Vínið er múrsteinsrautt á lit og unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður pipar, plómur, leir og smá negul.  Í munni er mikill ávöxtur, ágæt tannin og hæfileg sýra. Leður, plómur, súkkulaði, svartur pipar og reykjarkeimur í eftirbragðinu. Ágæt kaup en aðeins í dýrari kantinum fyrir vín í þessum gæðaflokki (2.499 kr.)  Hentar vel með grillmat.  85 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook