Lífrænt Pinot frá Chile

Víngerðarmen í Chile hafa náð góðum tökum á Pinot Noir-þrúgunni og þaðan koma nú fjölmörg góð vín á hverju ári.  Ég vil þó leyfa mér að segja að þeir hafa ekki alveg komist þangað sem kollegar þeirra í Nýja-Sjálandi eru en bilið styttist.  Vín dagsins kemur frá víngerð Cono Sur sem er okkur Íslendingum að góðu kunn, en fjölmörg vín frá þeirri ágætu víngerð eru fáanleg í hillum vínbúðanna.
Vín dagsins er lífrænt ræktað, gert úr hreinu Pinot Noir sem hefur fengið að þroskast í 6 mánuði – fimmtungur í stáltönkum og 80% í frönskum eikartunnum.
Vina Cono Sur Pinot Noir Bicicleta 2016 er kirsuberjarautt á lit, unglegt að sjá, með angan af jarðarberjum, hindberjum, negul og ferskum kryddum.  Í munni eru mjúk tannín og góð sýra, þokkalegur ávöxtur með keim af hindberjum, kirsuberjum, appelsínuberki og vottur af eik. Ágætt matarvín sem fer vel með ljósu fuglakjöti og pastaréttum. Góð kaup (2.190 kr). 87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

 

Vinir á Facebook