Rosso di Montalcino

Þó svo að Montalcino sé einkum þekkt fyrir hin stórfenglegu Brunello-vín, þá er líka hægt að gera mjög góð kaup í litla bróðurnum Rosso di Montalcino.  Þau vín eru gerð úr sömu þrúgu (Sangiovese) og Brunello en þó að vínin nái yfirleitt ekki sömu hæðum og Brunello þá geta þetta verið mjög góð vín engu að síður.  Vín dagsins er einmitt Rosso di Montalcino frá vínhúsi Il Poggione, sem er vel þekkt fyrri sitt Brunello en það ratar oftar en ekki inn á topp 100-lista víngagnrýnenda og yfirleitt raðast það nokkuð ofarlega.  Vín dagsins er að sjálfsögðu gert úr Sangiovese-þrúgunni og vínið er látið þroskast í 12 mánuði í stórum eikartunnum áður en vínið er sett á flöskur.
Il Poggione Rosso di Montalcino 2015 er múrsteinsrautt á lit, unglegt að sjá.  Í negfinu finnur maður sultuð rauð ber, smá anis, mynta og ferskar kryddjurtir.  Í munni eru góð tannín og fín sýra, með tóbak og leður í fínu eftirbragðinu. Þarf smá tíma til að mýkjast og hefur gott af frísklegri umhellingu.  Ágætt matarvín með grilli, miðlungssterkum ostum og pastaréttum.  Góð kaup (2.990 kr).  89 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook