Enn einn traustur Spánverji

Það hefur verið hreint endalaus straumur af góðum vínum frá Spáni undanfarin ár – mest 2010 og 2011 árgangarnir sem hafa komið fyrst sem Crianza, þá Reserva og loks eru Gran Reserva að skila sér.  2010 og 2011 voru nefnilega mjög góð ár á Spáni líkt og víða í Evrópu.
Bodegas LAN Rioja Reserva 2011 gert úr þrúgunum Tempranillo (92%) og Graciano (8%) og hefur fengið að þroskast í 16 mánuði á tunnum sem eru bæði úr amerískri og franskri eik. Það fær svo að hvíla í 24 mánuði í flöskum áður en það fer í sölu.  Vínið er kirsuberjarautt á lit, með byrjandi þroska og ágæta dýpt.  Í nefinu eru kirsuber, leður, pipar og smá vanilla.  Í munni eru ágæt tannín, góð sýra og fínn ávöxtur. Plómur, leður og smá tóbak í góðu eftirbragðinu. Góð kaup (2.498 kr). Fínt með nauti, lambi og ostum. 89 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook