Hvítt Paxis

Um daginn fjallaði ég um rauðvínið Paxis, sem kemur frá Lisboa-héraðinu í Portúgal.  Vín dagsins er hvítvín með sama nafni, og það er gert úr þrúgu sem kallast Arinto, en hún er kannski betur þekkt undir nafninu Malvasia Fina, og er ein af þrúgunum sem heimilt er að nota við gerð hvítra púrtvína.
Paxis Arinto Lisboa 2016 er gullið og fallegt í glasi. Í nefinu finnur maður sítrónur, gul epli og melónur.  Í munni er vínið þurrt, með góða sýru, fínan ávöxt en skortir aðeins fyllingu.  Ágætur sítruskeimur í eftirbragðinu.  Hentar vel með fiskréttum, ljósu fuglakjöti, salati eða bara eitt og sér.  Mjög góð kaup (1.699 kr). 87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook