Flottur Sikileyingur

Vínhús barónsins Montalte á Sikiley er ekki ýkja gömul, stofnuð árið 2000. Þrátt fyrir ungan aldur hefur vínhúsið þó náð ágætum árangri í víngerð og vínin öðlast vinsældir víða um heim.
Vín dagsins er gert úr þrúgunum Nero d’Avola, Nerello Mascalese, Merlot og Cabernet Sauvignon, og það er aðeins „stærra“ en hin vínin frá Montalto í hillum vínbúðanna.  Þrúgurnar eru látnar liggja og þorna í 4 vikur áður en víngerðin hefst til að fá fram kröftugra og bragðmeira vín. Það fær svo að liggja í 8-10 mánuði í eikartunnum áður en það er sett á flöskur.
Barone Montalto Ammasso Rosso Sicilia DOC 2013 er rúbínrautt á lit, unglegt og fallegt í glasi. Í nefinu er sætur keimur af kirsuberjum, plómum, leðri og eik.  Í munni eru ágæt tannsín, mild sýra og góð fylling. Kirsuber og eik í ágætu eftirbragðinu. Góð kaup (2.699 kr). Hentar vel með nauti, grilluðu lambi og ostum. 88 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook