Litla Chablis

Nýlega fjallaði ég um hið prýðilega Fourchaume Chablis frá La Chablisienne, og hér er svo komið annað vín frá sama framleiðanda.  Petit Chablis nefnist sá hluti Chablis sem ekki fellur innan annarra skilgreindra svæða á borð við Grand Cru og Premier Cru.  Petit þýðir „lítill“ og svæðið kallast því „litla Chablis“ en það þýðir ekki að hér sé um einhver þriðja flokks vín að ræða.  Vín dagsins heitir líka Pas Si Petit, sem þýðir „ekki svo lítill“.
La Chablisienne Petit Chablis Pas Si Petit 2015 er fölgult á lit með fína tauma.  Í nefinu eru sítrónur, apperlsínur og meira að segja sólberjalauf (sem er annars einkennandi fyrir Sauvignon Blanc, en Chablis er auðvitað gert úr Chardonnay og engu öðru).  Í munni er áberandi sítrónukeimur, græn epli, mikil sýra, vottur af eik og þokkalegasta eftirbragð.  Gott með fiski og ljósu fuglakjöti, eða bara sem fordrykkur. Góð kaup (2.398 kr). 87 stig

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook