Gott rósavín frá Ítalíu

Fyrir nokkru fjallaði ég um rauðvínið Pagadebit frá Poderi dal Nespoli á Ítalíu, sem ég var bara nokkuð sáttur við.  Hér er komið rósavín frá sama framleiðanda sem hreint ekki svo galið.  Vínið kemur frá svæði sem nefnist Rubicone sem er í Emila-Romagna og er gert úr þrúgunni Sangiovese, sem við þekkjum vel í rauðvínum frá Toscana-héraði.
Poderi dal Nespoli Filarino 2016 er fölbleikt á lit með skemmtilegri angan af granateplum, blóðappelsínum og rósum.  Í munni er vínið frísklegt og í góðu jafnvægi, með kirsuberja og granateplakeim.  Ágætis matarvín sem fer vel með ljósu fuglakjöti, fiski og salati, eða bara eitt og sér sem svalandi fordrykkur.  Mjög góð kaup (1.699 kr). 87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook