Annað gott Chianti Classico

Í gær fjallaði ég um hið stórgóða Cecchi Chianti Classico og hér er svo komið annað vín úr sama héraði, ekki síðra en vínið sem fjallað var um í gær.  Vín dagsins kemur frá víngerðinni Fattoria di Felsina og hefur undanfarin ár verið að skora um og yfir 90 stig hjá Wine Spectator.
Felsina Chianti Classico Berdarenga 2013 er fallega dökk-kirsuberjarautt í glasi, unglegt.  Í nefinu finnur maður kirsuber, leður, myntu, smá vanillu og pipar.  Í munni eru góð tannín, hæfileg sýra og vínið er í mjög góðu jafnvægi, með flottan ávöxt og góða fyllingu.  Kirsuber, pipar, hindber og smá eik í ágætu eftirbragðinu.  Mjög góð kaup (3.495 kr).  Hentar vel með góðum steikum.  91 stig. Reyndar er 2014 árgangurinn sem er væntanlegur í vínbúðirnar ekki í sama gæðaflokki, svo það er um að gera að skella sér á 2013 á meðan hann er til. Þorri í Víngarðinum gefur þessum árgangi líka 4,5 stjörnur og flotta umsögn.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook