Lífrænt Doganella

Fyrir jól sagði ég ykkur frá hinu ágæta Doganella rauðvíni.  Hér er svo komið hvítvín frá sama framleiðanda, en víngerð Doganella í Toscana er nú í eigu Tommasi-fjölskyldunnar.  Hvítvínið sem hér er fjallað um er gert úr þrúgunum Vermentino og Chardonnay.  Það hefur verið látið þroskast í stáltönkum í 5 mánuði áður en því var svo tappað á flöskur.  Framleiðsluferlið er lífrænt en nafn vínsins hefur hins vegar breyst, og það sem framleitt er í dag kallas Il Cavaliere (í stað Il Pitigliano).
Doganella Il Pitigliano Maremma Bianco 2010 er strágult á lit, smá græn slikja.  Í nefinu finnur maður ananas, græn epli, greipaldin og steinefni, einnig örlítill spírakeimur.  Í munni er vínið aðeins súrt, ágæt fylling, græn epli áberandi í bragðinu, vottar fyrir perum. Steinefni. Ágætt eftirbragð.  Sýran og spírinn í nefinu draga vínið aðeins niður (hefði sennilega náð upp í 4 stjörnur).  Ágætt með fiski og salati.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook