Fyrir þá sem vilja hálf-sæt Kampavín

Klassísk kampavín eru þurr, þ.e. sykurmagnið er lágt.  Það eru samt ekki allir sem vilja hafa kampavínin sín þurr og kjósa heldur s.k. Demi-Sec eða hálf-þurr kampavín.  Í Veuve Clicuot Demi Sec er sykurmagnið stillt á 45 g/L sem eykur ávaxtabragðið af víninu.  Þetta vín er gert úr hinum hefðbundnu kampavínsþrúgum – Pinot Noir (að jafnaði um 40-45%), Pinot Meunier (30-35%) og Chardonnay (20-25%).  Með því að hafa vínið sætara erum við líka farin að horfa á allt annan mat sem hentar með víninu og helst farin að horfa á eftirrétti.
Veuve Clicquot Demi-Sec Champagne er ljóssítrónugult á lit, aðeins dýpri litur en á þurra víninu (þetta með gula miðanum), freyðir vel með góða tauma.  Í nefinu eru rauð epli, sítrus, ferskjur og ögn af hnetum.  Í munni er vínið hálfsætt, með ferska sýru og keim af rauðum eplum, sítrus, smá eik og karamellu í eftirbragðinu.  Hentar vel með eftirréttum á borð við Creme Brulée, rjómatertum og jafnvel blámygluosti.  Góð kaup (6.998 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook