Þetta ættuð þið að prófa

Það er auðvelt að ruglast þegar vín og Montepulciano koma við sögu.  Annars vegar getur verið um að ræða Montepulciano d’Abruzzo frá Abruzzo-héraði, hins vegar Vino Nobile de Montepulciano sem kemur frá Toscana.  Síðarnefndu vínin eru að mestu gerð úr þrúgunni Sangiovese, líkt og nær öll vín frá Toscana, en einnig er í þeim þrúgan Canaiolo Nero og stundum ögn af þrúgum á borð við Mammolo.
La Braccesca Vino Nobile de Montepulciano 2013 er dökkrautt á lit, unglegt.  Í nefinu eru bláber, sólber, mynta og súkkulaði.  Í munni er vínið þurrt, ágæt tannín, með góðu berjabragði, myntusúkkulaði og eik. Hentar vel með rauðu kjöti og hörðum ostum. Góð kaup (2.999 kr) en hefur líklega gott af því að bíða í 2-3 ár til viðbótar.  Wine Spectator gefur þessu víni 91 stig sem það á fyllilega skilið.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook