Svo bregðast krosstré…

Eitt af betri kaupunum í vínbúðunum undanfarin ár hefur verið Rompicollo, en því miður verður 2014-árgangurinn ekki lengi í minnum hafður, því hann er einn sá lakasti í heilan áratug, ef marka má víndómana í Wine Spectator.
Rompicollo 2014Tommasi Poggio al Tufo Rompicollo 2014 er kirsuberjarautt á lit, ungt.  Í nefinu eru rauð ber, kryddjurtir og smá eik.  Í munni er vínið dálítið súrt, með myntu og berjabragði en eftirbragðið er frekar stutt.  Bíðið frekar eftir 2015 (2.399 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook