Allegrini er mættur!

Þegar ég bjó í Svíþjóð hafði ég möguleika á að njóta vínanna frá Allegrini – bæði venjulega Valpolicella-vínið og svo hið stórgóða La Grola.  Ég gladdist því mjög þegar ég sá að vín þessa ágæta framleiðanda voru komnar í hillur Vínbúðanna, og það er enn skemmtilegra að það er miklu fleiri vín frá Allegrini fáanleg hér en í Svíþjóð – allt frá Prosecco til Belpasso kassavíns til flaggskipsins La Poja.
Allegrini Palazzo Della TorrePalazzo Della Torre 2012 er gert úr Corvina, Rondinella og Sangiovese og er dökkrautt á lit, ungt, með góða dýpt.  Í nefinu finnur maður kirsuber, fjólur, plómur og nýtt leður, blómlegur ilmur.  Í munni er  gott jafnvægi og fylling, sætt bragð, ávaxtaríkt, smá súkkulaði í eftirbragðinu. Prýðisgott vín (2.990 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 1 Meðaltal: 3]

Vinir á Facebook