Syrah frá Sikiley

Meðfram suðurströnd Sikileyjar eru vínekrur Stemmari – Sambuca di Sicilia og Acate.  Þaðan kemur vín dagsins, sem er eina ítalska Syrah-vínið sem er fáanlegt í Vínbúðunum.
Stemmari Syrah 2014Stemmari Syrah Sicilia 2014 er dökkkirsuberjarautt á lit, ungt, ágætir taumar í glasinu.  Í nefinu finnur maður kirsuber, skógarber, plómur og myntu – dálítið kryddaður ilmur.  Í munni finnur maður tannín og skógarber, „heitt bragð“, smá súkkulaði í eftirbragðinu. Hentar vel með grilluðu kjöti (svín, kannski naut).  Ágæt kaup (1.899 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook