Pinot sem kemur á óvart

Það þykir ekki auðvelt að rækta pinot noir svo hann gefi af sér góð vín og ekki mikið um góðan pinot frá öðrum svæðum en Bourgogne (FRA), Marlborough (NSJ) og Oregon (BNA).  Leyda-dalurinn í Chile virðist þó vera að koma sér betur og betur fyrir á pinot-kortinu og hér er á ferðinni enn eitt vínið sem styður það.  Pinot noir frá Chile eru dálítið frábrugðin vínunum frá Frakklandi og Nýja-Sjálandi, því þau eru mun kryddaðri.
anakena pinot noirAnakena Tama Leyda Valley Pinot Noir 2012 er ljósrautt á lit, og það er kominn smá þroski í kantinn, ágætir taumar.  Í nefinu eru jarðarber, hindber, eik og krydd.  Í munni er vínið þurrt, með lítil tannín, hæfilega sýru, keim af jarðarberjum og hindberjum, ágætt eftirbragð.  Meðsmakkari sem er almennt lítið fyrir pinot noir var ánægður með þetta vín, sem hljóta að teljast meðmæli. Hentar vel með lambakjöti, grilluðu fuglakjöti, fiski, jafnvel pasta og grænmetisréttum. Mjög góð kaup (1.965 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook