Arthur Metz Cremant d’Alsace demi sec

Gerð freyðivína í Frakklandi á sér langa og mikla sögu, en í Alsace hafa þau aðeins verið framleidd í rúm 100 ár og teljast freyðivínin þaðan því hálfgerðir nýgræðingar á þessum markaði (kannski vegna þess að Alsace hefur stundum tilheyrt Þýskalandi?).  Það var ekki fyrr en árið 1976 að Crémant d’Alsace AOC fékk viðurkennda stöðu sem eigin tegund hjá INAO sem stjórnar þessum málum í Frakklandi.  Annars er framleiðsluferlið nánast hið sama og við gerð kampavína (sem koma auðvitað frá Champagne í Frakklandi), þ.e. seinni gerjunin fer fram í flöskunni.  Crémant d’Alsace eldast hins vegar alls ekki jafn vel og kampavín, og líftími þeirra er að jafnaði ekki mikið lengri en 5 ár, en þau eru hins vegar mun ódýrari en kampavín.  Algengustu þrúgurnar í Crémant d’Alsace eru pinot blanc, pinot gris, pinot noir, riesling, auxerrois og chardonnay.  Ekki er mikið um bleik Crémant d’Alsace en þau eru yfirleitt gerð úr pinot noir.
Arthur Metz Cremant d’Alsce demi sec er föl-strágult á lit.  Það freyðir mikið og í nefinu finnur maður sítrónur og daufa eikartónar. Það eru pínu hlutlaust á bragðið, örlítil beiskja og daufur sítruskeimur.  Hentar vel með mat.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook