Codorniu clasico cava semi sec

Víngerð Codorniu á sér langa sögu, sem hefst árið 1551 þegar Codorniu-fjölskyldan hóf víngerð (réttara sagt – elstu heimildir um víngerð Codorniu eru frá árinu 1551).  Fjölskyldunafnið hvarf þó rúmum 100 árum síðar þegar síðasti fjölskyldumeðlimurinn til að bera nafn Codorniu giftist inn í Raventos-fjölskylduna sem síðan hefur rekið fyrirtækið sem er í dag eitt þekktasta nafnið í spænskri víngerð.  Codorniu framleiðir fjöldann allan af mismunandi Cava-vínum, þar á meðal hið hálfsæta Clasico Semi Sec sem hér verður fjallað um.
Hálfsæt freyðivín eru góð byrjendavín og ganga yfirleitt vel ofan í flesta sem þau prófa.  Þess vegna er ekki að undra að slík vín séu oft borin fram í veislum, en þau henta líka vel með mat.
Codorniu Clasico Cava Semi SecCodorniu Clasico Cava Semi Sec er föl-strágult á lit, freyðir ágætlega.  Lyktin er mjög lokuð, keimur af ávaxtahlaupi og rauðum eplum, sem koma líka fram í bragðinu, þar sem er örlítil beiskja, vægur hnetukeimur. Freyðir ágætlega, góð sýra. Góð kaup (1.899 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook