Perelada Brut Reserva Cava

Á Spáni kallast þurr cava-vín seco, en svo eru til ennþá þurrari vín sem kallast brut, extra brut og brut nature, sem er þau allra þurrustu og nánast án nokkurrar sætu.  Persónulega er ég hrifnari af brut en seco, en ég held að fyrir byrjendur geti verið auðveldara að byrja á seco eða jafnvel örlítið sætara víni, t.d. semi-seco.  Sætustu vínin kallast svo dulce.
Perelada brut reservaPerelada Brut Reserva Cava er líkt og perelada seco gert úr þrúgunum macabeu, xarel-lo og parellada.  Það er fölgult á lit, með góða kolsýru og freyðir vel.  Í nefinu finnur maður mandarínur, perubrjóstsykur, sítrus og epli.  Í munni er hæfileg kolsýra, gott jafnvægi, milt og gott vín með þægilegu, ávaxtaríku eftirbragði sem heldur sér vel. Frábær kaup (2.059 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook