Fleiri rósir

Áfram heldur rósavínsveislan og nú er komið að rósinni hans Gerards Bertrands – Gerard Bertrand Cote des Roses 2014.Gerard Bertrand Cote des Roses 2014 Þetta vín er gert úr rauðum þrúgum – cinsault, grenache og syrah – og maður myndi því búast við nokkuð bragðmiklu víni, jafnvel þótt um rósavín sé að ræða.  Þetta er fölbleikt vín, gefur ekki af sér mikinn ilm – smá appelsínur og kirsuber ásamt vott af greipaldin.  Í munni finnur maður áfram appelsínur og greip, ágæt sýra en skortir aðeins á fyllinguna.  Ég er frekar hrifinn af vínunum frá Gerard Bertrand en þetta sló ekki í gegn hjá mér þó það hafi verið að fá ágæta dóma annars staðar (2.599 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook