Annar góður frá Berta

Í síðasta pistli fjallaði ég um Tautavel frá Gerard Bertrand.  Fyrir skömmu smakkaði ég fleiri vín frá þessum ágæta framleiðanda og má því búast við að umsagnir birtist um þau á næstunni hér á Vínsíðunni.
Pic Saint LoupGerard Bertrand Grand Terroir Pic Saint Loup 2013 er gert úr Syrah, Mourvedre og Grenache. Í framleiðslunni er þriðjungur vínsins látinn þroskast 9 mánuði í eikartunnum, en 2/3 eru geymdir í stáltönkum til að varðveita ávaxtabragðið.  Það er fjólurautt, með ágæta dýpt, unglegt að sjá.  Í nefið koma bláber, timjan, pipar, apotekaralakkrís og plómur.  Í munni hæfileg tannín, gott jafnvægi, aðeins hratkennt, smá salmiak, grænir stilkar, sumarlegt vín.  Það er alveg óhætt að mæla með þessu víni sem húsvíni og í grillveislur sumarsins (2.699 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook