Nýja uppáhaldið mitt?

Ramon bilbao edicion limitada 2012Vínin frá Ramón Bilbao halda áfram að heilla mig!  Fyrir skömmu prófaði ég Crianza-vínið, sem vakti lukku, og mikið var ég hrifinn þegar ég prófaði svo Ramón Bilbao Edición Limitada Rioja 2012.  Dimmfjólurautt, ungt, með angan af kirsuberjum, fíkjum, súkkulaði og smá jarðarberjum.  Í munni þykk tannín, sætt berja, balsamedik- og súkkulaðibragð, eftirbragðið gott og heldur sér vel.  Fyrir aðeins 2.699 krónur eru þetta frábær kaup. Kannski við efri sársaukamörk þegar húsvín eru annars vegar, en ég mæli hiklaust með þessu!

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook