Nýjungar í Fríhöfninni – nýr innkaupalisti!

Duty Free IcelandLíkt og svo margir íslendingar fer ég af og til í gegnum Fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli, og líklegt er að margir fari þar í gegn á næstu mánuðum, nú þegar sumarleyfi hefjast og menn flýja landið í leit að sól.  Hér á síðunni hefur verið listi yfir bestu kaupin í Fríhöfninni, og hefur hann almennt vakið lukku hjá þeim sem hafa sótt hann, enda þægilegt að hafa listann útprentaðan eða bara í símanum þegar farið er í Fríhöfnina.
Ég fór þarna í gegn s.l. föstudagskvöld á leið heim frá ráðstefnu, og ákvað í framhaldinu að fara yfir þær nýjungar sem er að finna í hillunum.  Aðferðafræðin var einföld – flett upp á heimasíðu Fríhafnarinnar og léttvínum raðað eftir því hvenær þau fóru í hillurnar.  Ef ég hef misst af einhverjum spennandi vínum er skýringin því líklega sú að vínið hefur ekki raðast rétt á vef Fríhafnarinnar.
Nýjungarnar eru nær eingöngu evrópsk vín, og að lang mestu leyti rauðvín frá Frakklandi og Ítalíu.  Nokkur ný vín frá Spáni og Suður-Afríku hafa líka komist í hillurnar.  Áhugaverðustu nýjungarnar eru að mínu mati eftirfarandi:
Vín undir 2.000 krónum

  • Frescobaldi Remole (Ítalía) – 1.679 kr
  • Vega Rioja Crianza (Spánn) – 1.499 kr

Vín á bilinu 2.000 – 3.000 krónur

  • Olivier Ravoir Vacqueyras (Frakkland) – 2.999 kr
  • Tommasi Surani Heracles Primitivo (Ítalía) – 2.399 kr
  • Bodegas Muriel Reserva (Spánn) – 2.099 kr
  • Bodegas Emina Crianza (Spánn) – 2.999 kr
  • E. Guigal Crozes Hermitage (Frakkland) – 2.999 kr

Vín yfir 3.000 krónum

  • Olivier Ravoir Gigondas (Frakkland) – 3.799 kr
  • Frescobaldi Castelgiocondo Brunello di Montalcino (Ítalía) – 6.299 kr
  • Rivetto Barolo (Ítalía) – 5.999 kr
  • Ciacci Piccolomini d’Aragona Brunello di Montalcino (Ítalía) – 6.599 kr

Að lokum kemur hér uppfærður innkaupalisti fyrir Fríhöfnina.
pdf

Vinir á Facebook