Winemaker Challenge 2015

Á hverju ári fer fram í San Diego vínkeppnin Winemaker Challenge, sem vínskríbentinn Robert Whitley stendur fyrir.  Keppnin í ár var hin 6. í röðinni og voru vín hvaðanæva að úr heiminum með í keppninni, en skiljanlega var stærstur hluti þeirra frá Bandaríkjunum.  Veitt eru verðlaun í ýmsum flokkum og tilnefnd vínhús ársins fyrir nokkur svæði.
Vínhús ársins í Evrópu var Castello Banfi frá Ítalíu, Barefoot Cellars var vínhús ársins Worldwide value, þ.e. í lægsta verðflokknum, Giesen frá Nýja Sjálandi var vínhús ársins á suðurhveli jarðar og svo voru einnig útnefnd vínhús ársins í mismunandi svæðum Bandaríkjanna.
Þá voru veitt verðlaun fyrir vín sem teljast „best of show“, þ.e. besta rauðvínið, hvítvínið, freyðivínið, rósavínið og desertvínið.  Einnig eru veitt verðlaun fyrir besta vínið úr hverri þrúgu („best in class“).
Að lokum fá einstök vín verðlaun – platínu, gull og silfur.
Megnið af þessum vínum eru ekki fáanleg hér á landi en af þeim vínum sem við eigum kost á að nálgast í vínbúðunum hér á landi hlutu eftirfarandi vín verðlaun.

  • Besta ítalska vínið – Castello Banfi Brunello di Montalcino 2010 (5,825 kr)
  • Besta pinot grigio – Castello Banfi San Angelo 2013 (2.963 kr)

Vín frá einstökum framleiðendum fáanleg hér á landi:
Platínuverðlaun

  • Barefoot Shiraz NV California (1.699 kr) 94 Points
  • Castello Banfi Brunello di Montalcino DOCG 2010 Toscana (5.825 kr) 95 punktar

Gullverðlaun

  • Castello Banfi Centine Rosso 2013 Toscana (2.370 kr) 92 punktar
  • Castello Banfi ASKA Bolgheri 2012 Toscana (3.649 kr) 93 punktar
  • Castello Banfi San Angelo Pinot Grigio Toscana (2.963) 90 punktar
  • Barefoot Bubbly Pink Moscato NV California (1.498 kr) 91 punktar
  • Paul Mas Estate Chardonnay 2014 Frakkland (1.975 kr) 90 punktar
  • Riunite Lambrusco NV Emilia (1.283 kr) 90 punktar

Silfurverðlaun

  • Barefoot Merlot NV California (1.699 kr) 88 punktar
  • Barefoot Pinot Grigio NV California (1.599 kr) 88 punktar
  • Barefoot Sauvignon Blanc NV California (1.599 kr) 89 punktar
  • Lindemans Cabernet Sauvignon Bin 45 2013 SA-Ástralía (2.250 kr) 87 punktar
  • Matua Sauvignon Blanc 2014 Nýja Sjáland (2.299 kr) 89 punktar

 

Vinir á Facebook