Gluggað í topp-100

Í dag birtist topp-100 listinn Wine Spectator fyrir árið 2014 og það verður að segjast sem er að listinn lítur vel út fyrir okkur sem búum hér á Fróni.  Þau ár sem ég hef fylgst með þessum lista hefur það verið hending ef eitthvert vínið hefur verið fáanlegt á Íslandi, en yfirleitt hafa nokkuð vín fengist í Svíþjóð (sem var auðvitað áhugaverðast fyrir mig á meðan ég bjó þar).  Í ár bregður svo við að heil 5 vín eru fáanleg í vínbúðunum, en ath. að ekki er öruggt að nákvæmlega réttur árgangur sé í hillunum.  Vínin sem eru fáanleg hér á landi eru eftirfarandi:

24. Massolino Barolo 2009 – 95p – 6.690 kr (ath skv. heimasíðu ÁTVR er 2010 í hillunum)
31. Tommasi Toscana Poggio al Tufo Rompicollo 2011 – 92p – 2.599 kr (2012 í hillunum)
40. Loosen Bros Riesling QbA Mosel Dr. L 2012 – 91 – 5.999 kr – ath. 3 lítra (2012 í hillunum)
49. Trimbach Riesling Alsace 2012 – 91p – 2.698 kr – (ath 2011 í hillunum)
62. Montecillo Rioja Vina Cumbrero Crianza 2010 – 90p – 1.999 kr – (ath 2009 í hillunum)

46 vín á listanum kosta $25 eða minna og eru að fá 90+ punkta, sem væntanlega endurspeglar að gæði vínframleiðslunnar almennt virðast vera að aukast, en það sýnir líka að ritstjórar Wine Spectator velja ekki lengur bara dýrustu og flottustu vínin inn á listann, og hið s.k. vá-faktor hefur fengið meira vægi (vá-faktorinn er þetta hlutlæga, spennandi og sérstaka við vínið sem ekki verður skýrt á annan hátt).

Þá er ljóst hvað er á næsta innkaupalista!

Vinir á Facebook