Svona á ástralskur shiraz að vera!

Wolf Blass President´s Selection Shiraz 2011Ég er staddur í Falun í Svíþjóð þessa dagana (eins og sést væntanlega á því að ég hef haft óvenjumikinn tíma að til skrifa á Vínsíðuna á undanförnu, eftir ládeyðu vorsins) og á leiðinni út kippti ég með mér einni flösku af Wolf Blass President’s Selection Shiraz 2011.  Ég hef alltaf verið hrifinn af vínunum frá Wolf Blass, því þau hafa fylgt þeirri línu sem mér finnst einkenna áströlsk vín – Chardonnay hefur sína eik og Shiraz hefur sólber, leður og pipar.  Þannig er þetta vín.  Dökkrautt í glasi, unglegt (enda ekki nema 3 ára) og með sæmilega dýpt.  Í nefinu koma áðurnefnd sólber, leiður og pipar, en einnig smá lakkrís, amerísk eik og tóbak, jafnvel vottur af kirsuberjum.  Jafnvægið er gott, tannínin farin að mýkjast og í eftirbragðinu, sem mætti vera örlítið lengra, finnur maður vott af dökku súkkulaði.   Þetta er vín fyrir grillaða nautasteik!  Einkunn: 8,5.  Kostar 2.999 kr í Fríhöfninni.

Vinir á Facebook