Geymsluvín á góðu verði

0003133301552_500X500Ég fékk fyrirspurn um daginn varðandi vín sem hægt væri að kaupa fyrir um 2000-3500 krónur, kaupa þá kassa í einu í allt að 5 ár og opna svo eina á ári (eða til að geta átt gæðavín á lager).  Ég ákvað að gera smá könnun á því sem til er í vínbúðum ÁTVR með eftirfarandi leitarskilyrði

 • Verð 2500-4500
 • Tilbúið/hægt að geyma
 • Hentar til geymslu

Ekkert vín kom upp með merkinguna hentar til geymslu.  100 vín komu upp með merkinguna tilbúið/hægt að geyma.  Ég renndi svo í gengum þessi vín og bar saman við víndómasafn Wine Spectator (ýmist sama árgang eða næsta árgang fyrir/eftir).  Eftirfarandi vín stóðu þá upp úr með sæmilega einkunn:

 • Peter Lehmann Shiraz Barossa Futures 2009, 2.999 kr (89 punktar, geymist í allt að 5 ár)
 • Concha y Toro Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2010, 2.999 kr (91 punktur, geymist í allt að 5 ár)
 • M. Chapoutier Les Meysonniers Crozes Hermitage 2010, 3.449 kr (92 punktar, geymsist í allt að 5 ár)
 • Banfi Cum Laude 2009, 3.498 kr (88 punktar, geymist í 5-7 ár)
 • Barone Ricasoli Brolio Chianti Classico 2010, 3.499 kr (87 punktar, geymist í 5-7 ár)
 • Marchese Antinori Chianti Classico Riserva 2008, 3.499 kr (90 punktar, geymist í 5-7 ár)
 • G.D. Vajra Nebbiolo Langhe 2010, 3.695 kr (88 punktar, geymist í 5-6 ár)
 • Albert Bichot  Chablis Premier Cru Les Vaucopins Long-Depaquit 2009, 4.397 kr (geymist í 5-7 ár)

Mér fannst þó eitthvað vanta í þetta og ákvað að kíkja á vín sem almennt þurfa að bíða svolítið áður en þau fara almennilega að njóta sín, eins og t.d. Rónarvínin.  Þar komu 8 vín en aðeins eitt sem hægt var að geyma:

 • Clos de l’Oratoire des Papes Chateauneuf-de-Pape 2010, 4.499 kr (92 punktar, geymist í allt að 15 ár, Vín ársins á Vínsíðunni 2012)

Niðurstaðan af þessari leit er sem sagt sú að það er hægt að finna nokkur góð vín sem hægt er að geyma í nokkur ár. Geymslutíminn sem gefinn er upp er fenginn frá Wine Spectator, en sennilega er hægt að bæta nokkrum árum við flest þessi vín og einfalda hlutina með því að segja að hægt sé að geyma þau í allt að 10 ár.  Þannig er hægt að splæsa í kassa af einhverju ofantalinna vína en það þarf ekkert endilega að bíða í 5 ár áður en maður fer að gægjast í kassann.  Hins vegar skiptir miklu máli að vínin séu geymd við góðar aðstæður ef þau eiga að fá að endast þetta lengi (í myrkri geymslu við jafnt hitastig – helst nokkrum gráðum undir stofuhita).

Vinir á Facebook