Kókoskjúklingur með Pinot Gris

20130628-190821.jpg
Prinsessurnar á bænum brugðu sér norður með tengdó og stórfjölskyldunni, og við Guðrún því eftir í kotinu með litla skæruliðanum.  Á svona kvöldum getur maður leyft sér að elda mat sem þær stöllur eru annars ekkert allt of hrifnar af, eins og til dæmis kókoshjúpaðar kjúklingabringur. Bringunum er fyrst velt í slegnu eggi, síðar upp úr blöndu af kókos og möndlumjöli og síðan steiktar upp úr smjöri.  Með þessu bar ég fram blómkálsmús, smjörsteikt blómkál og salt.  Ég opnaði flösku af Willm Alsace Pinot Gris Réserve 2011 (1.899 kr í Fríhöfninni, 12,5%).  Þetta er strágult og fallegt vín, unglegt með ilm af perum, apríkósum og hunangi.  Í bragðinu er áberandi hunangskeimur, smá smjör og hnetur.  Steinlá með kjúklingnum!  Einkunn: 7,5 – góð kaup.

Vinir á Facebook