Lambalæri og Búrgúndarvín

20130304-211854.jpgUm síðustu helgi elduðum við lambalæri á hefðbundinn hátt (ofnsteikt, sósa gerð úr soði og grænmeti sem er ofnsteikt með lambinu) og með því drukkum við Domaine Faiveley Mercurey Clos des Myglands Premier Cru 2007. Þetta er klassískt búrgúndarvín og að drekka svona vín með íslenska lambinu er match made in heaven! Ljósleitt og fallegt í glasi, angan af kirsuberjum, rifsberjum, kryddi og smá eik. Gott jafnvægi og strúktúr, eftirbragð sem heldur sér vel. Einkunn: 8,5

Vinir á Facebook