Ef þú ert á leið um Kastrup

Chateau Lagrange 2005og ert svangur, þá myndi ég eindregið mæla með því að þú fáir þér steik á veitingastaðnum MASH sem þar er að finna.  Ég átti leið um Kastrup um daginn og þurfti að bíða í rúma 2 tíma eftir tengiflugi.  Við settumst inn á MASH og pöntuðum okkur steikur, sem allar vöktu mikla lukku.  Með þessu drukkum við Chateau Lagrange St. Julien 2005.  Ég hef áður prófað 1989 árganginn af þessu víni sælla minninga og þessi er ekki mikið síðri.  Hér eru kúrennur og plómur, silkimjúk tannín og passlega mikið af eik.  Smellpassaði með steikinni minni.  Einkunn: 9,0.

Vinir á Facebook