Saumaklúbburinn

Guðrún hélt saumaklúbb um síðustu helgi20130126-113540.jpg og bauð upp á dýrindis fiskisúpu sem ég vil endilega mæla með.  Uppskriftina finnið þið á síðunni eldhussögur.com
Hún vildi líka bjóða upp á hvítvín með fiskisúpunni og ég keypti því nokkrar flöskur, m.a. til að prófa nokkur ólík hvítvín. Eitt af þeim vínum sem ég keypti var Rosemount Chardonnay Semillon 2012, en fyrir rúmum áratug var ég hrifinn af þessu víni og keypti það af og til.  Ekki man ég alveg hvernig það bragðaðist, en því miður var þetta hvítvín of heitt þegar ég smakkaði það og það naut sín ekki til fullnustu – ágætis bragð en kannski ekki akkúrat vínið sem hentaði fiskisúpunni. Ég keypti líka Montes Chardonnay 2011 en náði ekki að smakka það (saumaklúbburinn kláraði það áður en ég komst að!).  Guðrún var þó ekki eins ánægð með það og með Rosemount-vínið.  Wine Spectator gefur því 85 punkta.
20130126-113550.jpgÉg hafði svo keypt tvær flöskur af Marqués de Riscal Rueda 2011 sem ég hafði 20130129-162815.jpgupphaflega hugsað mér að þær myndu drekka með fiskisúpunni.  Þetta er frekar látlaust hvítvín með léttum sítrus- og ávaxtakeim, ekki mikil fylling en gott jafnvægi.  Hentar vel með bragðsterkari réttum á borð við áðurnefnda fiskisúpu.  Wine Spectator gefur þessu víni 84 punkta

Vinir á Facebook