Afmæli Keizaraynjunnar

20130126-114446.jpg
Nágranni okkar í Uppsölum, Elín Gróa, átti afmæli um daginn og ég var svo heppinn að vera í heimsókn hjá þeim þennan dag og lenti því í frábærum afmæliskvöldverði.  Elín tók væna nautalund og heilsteikti á sérstæðan hátt. Lundinni var lokað á pönnu og þvínæst var nautalundin vafin inn í plastfilmu og sett í 50 gráðu heita ofn þar sem hún fékk að dúsa í 3 klst. Þegar lundin var svo tekin út var kjarnahitinn auðvitað sléttar 50 gráður og lundin fallega rauð á lit, en áferðin hins vegar eins og hún væri orðin passlega elduð. Með þessu var borin fram brokkolímauk, salat og sveppasósa. Við drukkum G. D. Vajra Barolo Albe 2007 sem var mjög gott með kjötinu, vínið hefði kannski aðeins þurft að opna sig betur áður en það var drukkið, en naut sín engu að síður vel. Einkunn: 8,5
20130126-114456.jpgKeizarinn tók líka fram flaggskipið í vínkælinum sínum – eitt allra besta hvítvín sem ég hef nokkurn tíma smakkað, Markus Molitor Wehlener Sonnenuhr Riesling Auslese** 2005. Þetta er hálfsætt Riesling frá Moseldalnum og óhætt að segja að það er algjört nammi! Melónur, apríkósur og hunang allsráðandi, gríðarlega þétt vín í frábæru jafnvægi, bragðið heldur sér nánast endalaust. Einkunn: 10!
Takk fyrir mig!

Vinir á Facebook