Snoqualmie Merlot 2007


Snoqualmie hefur verið að fá ágætis dóma fyrir vínin sín og þótt vera ágætis kaup.  Ég hef ekki haft tækifæri til að smakka þetta vín fyrr en ég flutti heim til Íslands, því þetta hefur ekki verið fáanlegt í Svíþjóð.  Um daginn brá ég mér í Heiðrúnu og sá þá Snoqualmie Merlot 2007 og ákvað að skella mér á eina flösku.
Þetta er ljósleitt vín, unglegt (fjólublá rönd), miðlungs dýpt.  Í nefið koma einkum bláber, leður, pipar og fjólur, dálítið sætur ilmur.  Í munninum er hins vegar áberandi hrat, smá tannín, sæmilega langt eftirbragð.  Einkunn: 6,5.
Sem sagt pínulítil vonbrigði…

Vinir á Facebook