William Fevre Chablis 2010

William Fevre er einn af mínum eftirlætisframleiðendum þegar kemur að hvítvínum. Hann framleiðir afbragðsgott chablis og petit chablis, sem ég hef nokkrum sinnum prófað. Þegar þetta er skrifað sit ég á Arlanda og bíð eftir flugi sem að lokum mun taka mig til Íslands (millilending í Köben). Á Arlanda eru a.m.k. tveir veitingastaðir sem bjóða upp á hvítvín frá William Fevre, og ég stóðst auðvitað ekki mátið.
William Fevre Chablis 2010 er fallegt í glasi, strágult með góða dýpt. Í nefið kemur hunangsmelóna, sítrus og smá blómailmur, vottur af perum og hvítum pipar. Í munni kemur góð, snörp sýra, þétt en um leið frísklegt bragð með smá melónukeim. Eftirbragðið kannski í það stysta en samt gott. Vín í ágætis jafnvægi, smellpassar með reyktum laxi og skelfiski. Einkunn: 8,0 góð kaup!

Vinir á Facebook