Fonterutoli Chianti Classico 2008

Eitt af vínunum á topp-100 lista ársins er Fonterutoli Chianti Classico 2008.  Þetta vín er fáanlegt hér í Svíþjóð fyrir litlar 149 sænskar krónur og ég keypti nokkrar flöskur um daginn.  Ég drakk það svo með svínakótilettum að hætti Per Morberg, sem er sjónvarpskokkur hér í Svíþjóð og hefur m.a. unnið sér til frægðar að hafa leikið í myndum um lögreglumanninn Beck (kallinn er nefnilega líka leikari).
Kótiletturnar voru ágætar en rauðvínið var skrambi gott.  Góður berjakeimur með smá tóbaki og lakkrís, góð fylling og langt eftirbragð.  Einkunn 8,5 – Góð Kaup.
 
Fonterutoli, svínakótilettur að hætti Per Morberg

Vinir á Facebook