Beaujolais Nouveau

Á þriðja fimmtudegi nóvembermánaðar er heimilt að hefja sölu á Beaujolais Nouveau.  Þetta var fyrst leyft árið 1951 og því má segja að Beaujolais Nouveau fagni 60 ára afmæli í ár.  Þetta var mjög vinsælt fyrir u.þ.b. 15 árum (hver man ekki eftir því þegar íslendingar fluttu þetta til landsins með einkaþotu?) en vinsældirnar hafa heldur dalað að undanförnu en nú er þetta kannski aðeins að rétta úr kútnum (kannski eftir vinsældir 2009-árgangsins, sem var einn sá bestu í sögu Beaujolais).  Sumir segja að vínið gefi fyrirheit um gæði árgangsins, en ég er ekki viss um að svo sé, enda eru vínin um margt mjög frábrugðin hefðbundnum Beaujolais-vínum og kannski hægt að segja að það eina sem þessi vín eiga sameiginlegt sé þrúgan í þeim (Gamay).
Ég er alveg búinn að missa áhugann á þessum vínum, því mér finnst þetta óttalegt glundur og hrein sóun að eyða peningum í þetta.  Meira verður ekki fjallað um Beaujolais Nouveau á Vínsíðunni þetta árið!

Vinir á Facebook