Nýir húsvínskandidatar

Leitin að húsvíninu heldur áfram!  Málið snýst um að finna gott vín á góðu verði, en samt eitthvað sem maður verður ekki strax leiður á.  Í morgun skrapp ég í vínbúðina mína og kom heim með 3 kandidata.

  • Campo Viejo Crianza Rioja 2007 (72 SEK) – Fær 86 punkta hjá Wine Spectator, sem verður að teljast ágætt fyrir ódýrt vín úr annars misjöfnum árgangi í Rioja.
  • Fontanafredda Barbera Briccotondo 2009 (75 SEK) – Fær 4 stjörnur hjá Allt om Vin, en ég hef reyndar ekki alltaf verið sammála þeirra vínskríbentum.  Síðustu þrír árgangar fengu hins vegar 88-90 stig hjá Wine Spectator, þannig að ég geri mér ákveðnar vonir um þetta vín.
  • Poggio al Tesoro Bolgarello 2009 (75 SEK) – Litla vínið frá Poggio al Tesoro, sem er þekktara fyrir vín á borð við Sondraia og gerir einnig hið ágæta hvítvín Solosole.

Í kvöld er það hins vegar hjartarsteik og með því ætla ég að drekka Purple Angel 2007.  Keizarinn kemur með efterréttinn…

Vinir á Facebook