Úr tilraunaeldhúsinu

Mig hafði lengi langað í gasbrennara, m.a. til þess að geta búið til Creme Brulée.  Ég varð því mjög ánægður þegar Guðrún gaf mér einn slíkan um daginn.  Það var þó fyrst í dag að ég keypti gas í brennarann og því ekki seinna vænna að skella í Creme Brulée!  Ég varð eiginlega hálf hissa þegar ég áttaði mig á því hvað það er einfalt að búa til þennan rétt – aðalatriðið er að eiga brennara!  Mér fannst tilvalið að hafa extra góðan mat í kvöld.  Ég eldaði hjartarsteik með Ratte kartöflum og kastaníusveppasósu.  Maturinn tókst ákaflega vel upp og með þessu drukkum við (réttara sagt ég) Seghesio Zinfandel 2008.  Vínið er enn nokkuð ungt, sætur berja- og lakkrískeimur með vott af pipar, leðri og amerískri eik.  Í munni nokkuð þétt tannín og góð sýra, berjabragðið kemur vel fram og eftirbragðið heldur sér vel.  Einkunn: 8,5 – Góð Kaup!
Creme Bruléeið tókst líka vel upp en ég sá að það voru ákveðið tæknileg atriði sem þarf að laga – næst verður þetta pottþétt!

Vinir á Facebook