Ítalska kvöldið

Um síðustu helgi héldum við ítalskt kvöld heima hjá Einari Brekkan.  Við hittumst þar – ég, Einar og Johan Heinius – og elduðum stórfenglega ítalska máltíð.  Við tókum á móti gestunum með kampavíni og með því gæddum við okkur á Sedani al formaggio (sellerí með ostasósu) og Crostini alla Napoletana.  Síðan var boðið upp á Carpaccio, Pasta alla Grímsá (humarpasta alla Gutti), Risotto con fegatini (risotto með kjúklingalifur), Spinaci gratinati (gratínerað spínat), Asparagi alla Parmigiana (aspas med parmesan), Caprese (Mozarella með tómötum og basilíku) og Farsumagru (fyllt nautasteik). Þvílíkt lostæti allt saman og auðvitað verður það alltaf betra í góðra vina hóp.
Með Carpaccio drukkum við barolo frá árinu 1997 (man því miður ekki hvað það heitir – Einar, þú manst það kannski?).  Hvítvínið með pastanu og risottonu var Barone Ricasoli Torricella 2008 og með aðalréttinum drukkum við Antinori Tignanello 2001.
Stórkostlegt kvöld – takk fyrir mig!

Vinir á Facebook