Ítalskt kvöld

Á morgun er ítalskt kvöld, nánar tiltekið Toscana-kvöld.  Við ætlum að hittast nokkrir vinnufélagar, elda saman góðan mat og drekka góð vín.  Við ætlum að elda Toscana-mat (a.m.k. ítalskan mat) og drekka Toscana-vín.  Einar Brekkan sér um stærstan hluta matseðilsins en ég kem með forrétt og ætla að gera humar- og villisvepparéttinn sem ég gerði um daginn, nema að nú verður hann borinn fram sem pastaréttur.  Ég er búinn að ná mér í íslenskan humar, ítalska villisveppi og búinn að finna Toscana-hvítvín sem ætti að passa vel með (Torricella Chardonnay 2008 frá Barone Ricasoli).  Ég er líka að spá í að bæta hörpuskel við þetta, en ég var einmitt að fá þessa fínu íslensku risahörpuskel.  Einhverjar skoðanir á þessu?
Annars lenti ég óvænt á bakvakt um helgina og get því lítið lyft mér upp nema á laugardaginn (er laus við vaktina það kvöld).  Systir mín var líka að eignast dóttur í gær og það er auðvitað ærin ástæða til þess að fagna!

Vinir á Facebook