Enn eitt góðærið á Spáni

Undanfarin ár hafa verið góð fyrir spænska vínframleiðendur sem og unnendur spænskra vína.  Nánast allir árgangar síðan árið 2000 hafa verið mjög góðir, einkum í Ribera del Duero og Priorat.  Rioja hefur einnig fengið sín góðu ár, en 2002 var þó nokkuð lakari þar en í hinum héruðunum.  Penedés og Navarra hafa einnig verið nokkuð góð undanfarin ár. Nú fara 2007-vín (og sum 2008) að birtast í hillum vínbúðanna og líkt og undanfarin ár er þetta mjög góður árgangur, einkum í Priorat og Ribera del Duero.  Í Rioja er hann góður en ekki í alveg sama gæðiflokki og í hinum héruðunum.  Okkur hafa staðið til boða góð vín á góðu verði, og nánast verið hægt að ganga að gæðunum vísum í flestum spænskum vínum undanfarin ár, og það er ekki útlit fyrir neina breytingu á því.
Héraðið Toro er gamalt vínræktarhérað sem lengi hefur staðið í skugganum af þekktari héruðum Spánar.  Það hefur þó fengið mikla andlitslyftingu undanfarin ár og víngerð þar hefur tekið miklum framförum.  Fremstur í flokki er framleiðandinn Numanthia-Termes, en vínið Termes 2005 fær 96 punkta hjá Wine Spectator og er í öðru sæti á topp 100-lista ársins.  Enn sem komið er eru fá vín þaðan fáanleg í Systembolaget (flest á sérpöntunarlista), og engin fáanleg á Íslandi.
Að lokum læt ég fljóta með árgangstöflur Wine Spectator fyrir Ribero del Duero, Rioja og Priorat.

Árgangur Priorat Ribera del Duero Rioja
2007
84-87
85-88
83-86
2006
89
90
88
2005
93
95
92
2004
93
96
93
2003
91
94
87
2002
90
87
84
2001
95
93
93
2000
92
92
85

Vinir á Facebook