Enn eitt góðærið í Rónardal

Nú er 2007-árgangurinn frá Rón að koma í sölu og hér er enn einn topp-árgangurinn á ferðinni.  Frá árinu 2000 hefur hver einasti árgangur (að 2002 undanskildum) verið mjög góður og í sumum tilvikum frábær.  Í nýjasta Wine Spectator er fjallað um Rónarvín og birtar árgangstöflur fyrir Norður- og Suður-hluta Rónardals:

Norður-Rón Einkunn Drekka/Geyma? Helstu héruð
2007 91 Drekka/Geyma Hermitage
Condrieu
Saint-Joseph
Crozes-Hermitage
Cornas
Saint-Péray
Côte-Rôtie
2006 92 Drekka/Geyma
2005 94 Geyma
2004 90 Drekka/Geyma
2003 94 Geyma
2002 82 Drekka
2001 89 Drekka/Geyma
2000 88 Drekka
Aðrir góðir árgangar: 1999, 1998, 1995, 1990
Suður-Rón Einkunn Drekka/Geyma? Helstu héruð
2007 95 Drekka/Geyma Châteauneuf-du-Pape
Gigondas
Vacqueyras
Côtes du Rhône
Côtes du Rhône Villages
2006 93 Drekka/Geyma
2005 97 Geyma
2004 93 Drekka/Geyma
2003 93 Geyma
2002 76 Búið að toppa
2001 94 Drekka/Geyma
2000 94 Drekka/Geyma
Aðrir góðir árgangar: 1999, 1998, 1995, 1990
Einkunn: 95-100: Klassískt, 90-94: Frábært, 85-89: Mjög gott, 80-84: Gott, 75-79: Miðlungs, 50-74: Forðist!

Vinir á Facebook