Rolling Chardonnay

Í gær var kósíkvöld hjá fjölskyldunni – góður matur og gott kvöld framundan fyrir framan imbann.  Það byrjaði reyndar með því að eldri dóttirinn reyndist vera lasin og komin með 40 stiga hita.  Hún var því heldur framlág en náði þó takmarkinu – að horfa á lokakvöldið í hinu sænska Idol þar sem hetjan hennar bar sigur úr býtum.  Hún missti hins vegar af laxinum – pönnusteiktur, borinn fram með ofnsteiktu rótarávöxtum og kartöflum.  Með laxinum drukkum við Rolling Unoaked Chardonnay 2008.  Þetta er ástralskt vín sem, líkt og nafnið bendir til, hefur ekki verið sett á eikartunnur.  Útkoman er nokkuð frísklegt vín með angan af ananas og sítrusávöxtum.  Ágætis hvítvín sem kostar bara 72 SEK.  Einkunn: 7,0 – Góð Kaup.
rolling chardonnay

Vinir á Facebook